Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. ágúst 2016 14:20
Magnús Már Einarsson
Tomas Rosicky til Sparta Prag (Staðfest)
Rosicky á Laugardalsvelli.
Rosicky á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tomas Rosicky, fyrrum miðjumaður Arsenal, hefur samið við Sparta Prag í heimalandi sínu Tékklandi.

Hinn 35 ára gamli Rosicky lék með Sparta Prag í byrjun meistaraflokksferilsins áður en hann fór til Borussia Dortmund árið 2001.

Undanfarin tíu ár hefur Rosicky spilað með Arsenal en samningur hans þar rann út í sumar.

Rosicky spilaði samtals 246 leiki með Arsenal en meiðsli settu oft strik í reikninginn hjá honum.

Rosicky var í liði Tékka á EM í sumar en hann mætti Íslendingum tvívegis í undankeppninni.
Athugasemdir
banner
banner