Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. ágúst 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
Viðar dýrasti leikmaðurinn í Ísrael frá upphafi
Mynd: .
Maccabi Tel Aviv keypti í morgun framherjann Viðar Örn Kjartansson frá Malmö í Svíþjóð.

Kaupverðið hljóðar upp á 3,5 milljónir punda en Viðar er því dýrasti leikmaðurinn í fótboltanum í Ísrael frá upphafi.

Í fyrra keypti Maccabi Tel Aviv markvörðinn Predrag Rajkovic á þrjár milljónir evra frá Rauðu Störnunni í Belgrad.

Rajkovic varð þá dýrasti leikmaðurinn í sögu ísraelsku deildarinnar en Viðar hefur nú slegið það met.

Viðar skrifaði undir fjögurra ára samning við Maccabi Tel Aviv en hann fer núna til móts við íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Úkraínu á mánudaginn.

Sjá einnig:
Viðar Örn: Erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu
Athugasemdir
banner
banner