Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. ágúst 2016 10:44
Magnús Már Einarsson
Viðar hlær að sögum í sænskum fjölmiðlum
Viðar fagnar marki með Malmö.
Viðar fagnar marki með Malmö.
Mynd: Getty Images
VIðar Örn Kjartansson hlær að sögusögnum í sænskum fjömiðlum um að hann hafi átt erfit með að falla inn í hópinn hjá Malmö.

Viðar gerði í dag fjögurra ára samning við Maccabi Tel Aviv í Ísrael en hann fer frá toppliði Malmö sem markahæsti maðurinn í sænsku úrvalsdeildinni.

Fotbollskanalen birti í morgun frétt þess efnis að Viðar hefði átt erfitt með að falla inn í hópinn hjá Malmö og hann hafi nánast eingöngu blandað geði við Kára Árnason.

Viðar var einnig sakaður um að hafa látið óánægju sína ítrekað í ljós þegar þjálfarinn Allan Kuhn tók hann af velli í leikjum.

Bæði Viðar og Kári hafa blásið á þessar fréttir á Twitter í morgun eins og sjá má á færslunum hér að neðan.




Sjá einnig:
Viðar Örn: Erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu
Athugasemdir
banner
banner