Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 30. ágúst 2016 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Wilshere orðaður við spænsk og ítölsk félög
Hvað verður um Wilshere?
Hvað verður um Wilshere?
Mynd: Getty Images
Það kom mörgum í opna skjöldu þegar þær fréttir bárust úr herbúðum Arsenal í gær að Jack Wilshere væri frjálst að yfirgefa félagið.

Wilshere hefur mátt gera sér að góðu að eyða löngum stundum á varamannabekknum og er Arsene Wenger nú tilbúinn að leyfa honum að fara á láni til að fá meiri spilatíma.

Enskir fjölmiðlar útiloka að Wilshere verði lánaður til liða sem gætu verið í samkeppni við Arsenal í efri hluta deildarinnar en talið er að nágrannaliðin Crystal Palace og West Ham hafi mikinn áhuga á miðjumanninum.

Þá er ekki útilokað að Valencia reyni aftur við Wilshere en spænska liðið reyndi að kaupa kappann í janúar síðastliðnum. Þá var reyndar Englendingurinn Gary Neville við stjórnvölin á Mestalla.

Ítalíumeistarar Juventus eru einnig sagðir hafa áhuga á Wilshere en ljóst er að hann þarf að hafa hraðar hendur við val á nýju félagi þar sem félagaskiptaglugginn lokar á morgun.
Athugasemdir
banner
banner