Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   mið 30. ágúst 2017 20:26
Arnar Helgi Magnússon
Gunni Borg: Mörkin eitthvað vitlaust stillt hérna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga var svekktur eftir tap sinna manna gegn Fylki í Inkassodeildinni í kvöld. Gunni segir að sínir menn hafi átt meira skilið út úr leiknum.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Fylkir

„Ég var bjartsýnn allan leikinn. Mér fannst við eiginlega betri allan tímann. Við vorum að ógna þeim töluvert, þeir refsa okkur tvisvar og eiga eitt skot fyrir utan annars eiga þeir færi í leiknum."

„Það er það sem er að gera okkur óleik í dag, liðið spilaði vel og var þétt og við eigum skot í slá. Þau eru eittvað vitlaust stillt mörkin hérna held ég, við skjótum 2-3 í slá í hverjum leik."

„Ég er ánægður með strákana og liðið. Við skildum allt eftir á vellinum og gæðin voru líka til staðar svo það er ekki hægt að biðja um neitt annað."

Selfyssingar hafa aðeins unnið tvo heimaleiki í deildinni meðan að útisigrarnir hafa verið fimm talsins.

„Það skiptir ekki máli hvort það sé heima eða að heiman þú vilt bara vinna leiki. Við erum búnir að vinna 7 leiki núna, unnum 6 í fyrra. Það væri gaman að taka 8 eða 9 sigurleiki, við héldum að 8. væri að koma í dag."
Athugasemdir