Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
banner
   mið 30. ágúst 2017 20:26
Arnar Helgi Magnússon
Gunni Borg: Mörkin eitthvað vitlaust stillt hérna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga var svekktur eftir tap sinna manna gegn Fylki í Inkassodeildinni í kvöld. Gunni segir að sínir menn hafi átt meira skilið út úr leiknum.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Fylkir

„Ég var bjartsýnn allan leikinn. Mér fannst við eiginlega betri allan tímann. Við vorum að ógna þeim töluvert, þeir refsa okkur tvisvar og eiga eitt skot fyrir utan annars eiga þeir færi í leiknum."

„Það er það sem er að gera okkur óleik í dag, liðið spilaði vel og var þétt og við eigum skot í slá. Þau eru eittvað vitlaust stillt mörkin hérna held ég, við skjótum 2-3 í slá í hverjum leik."

„Ég er ánægður með strákana og liðið. Við skildum allt eftir á vellinum og gæðin voru líka til staðar svo það er ekki hægt að biðja um neitt annað."

Selfyssingar hafa aðeins unnið tvo heimaleiki í deildinni meðan að útisigrarnir hafa verið fimm talsins.

„Það skiptir ekki máli hvort það sé heima eða að heiman þú vilt bara vinna leiki. Við erum búnir að vinna 7 leiki núna, unnum 6 í fyrra. Það væri gaman að taka 8 eða 9 sigurleiki, við héldum að 8. væri að koma í dag."
Athugasemdir
banner
banner