Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 30. september 2014 09:15
Elvar Geir Magnússon
Anderson Talisca til Chelsea?
Powerade
Anderson Talisca á fullri ferð.
Anderson Talisca á fullri ferð.
Mynd: Getty Images
Segist ekki hafa áhyggur af stöðu sinni.
Segist ekki hafa áhyggur af stöðu sinni.
Mynd: Getty Images
Það er lægð yfir landinu og hellirignir. Þá er fátt betra en að hafa það notalegt og skoða helsta slúðrið úr enska boltanum. BBC tók saman.

Chelsea undirbýr sumartilboð í Brasilíumanninn Anderson Talisca (20 ára), sóknarmiðjumann Benfica. (Daily Star)

Bláliðar hafa einnig áhuga á Ross Barkley (20) miðjumanni Everton en hár verðmiði er á leikmanninum. (Daily Express)

Cristiano Ronaldo (29) segir að hjarta sitt leiti í endurkomu til Manchester United en líklega séu tvö ár í að það geti gerst. (Sky Sports)

Liverpool mun reyna að fá Victor Valdes (32), fyrrum markvörð Barcelona, á frjálsri sölu til að koma í staðinn fyrir Simon Mignolet (26) sem hefur verið lélegur í upphafi tímabils. (Daily Express)

Belgíski landsliðsmaðurinn Mignolet segist ekki hafa áhyggjur af stöðu sinni hjá Liverpool. (Times)

Sóknarmaðurinn Manolo Gabbiadini (22) hjá Sampdoria er undir smásjá margra enskra félaga og gæti komið í úrvalsdeildina næsta sumar. (Sky Sports)

Manchester United hyggst reyna að bjóða Everton að fá miðjumanninn Marouane Fellaini til baka til að reyna að krækja í bakvörðinn Seamus Coleman (25 ára). (Caught Offside)

Roy Hodgson, stjóri enska landsliðsins, mun velja vængmanninn Wayne Routledge hjá Swansea í leikmannahóp sinn fyrir leikina gegn San Marínó og Eistlandi í næsta mánuði. (Daily Star)

Franski sóknarmaðurinn Oivier Giroud (27) hefur samþykkt tveggja ára framlengingu á samningi sínum við Arsenal. Giroud kom til Arsenal frá Montpellier 2012. (Daily Mirror)

Spænski miðjumaðurinn Mikel Arteta (32) mun líklega skrifa undir nýjan eins árs samning við Arsenal. Félagið er með þá reglu að bjóða leikmönnum yfir 30 ára aldri ekki lengri samninga en eitt ár í senn. (Times)

Manchester United er að skoða möguleika á að spila alvöru vináttuleiki í miðri viku til að fylla í skarðið fyrst liðið tekur ekki þátt í Evrópukeppni. (Daily Mail)

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, hefur skorað á sóknarmanninn Sergio Aguero (26) að sanna að hann sé besti leikmaður heims og reyna að vinna gullknöttinn. (The Sun)

Joe Hart, markvörður Manchester City (27), segist vilja spila hvern einasta leik en hann hefur verið geymdur á bekknum fyrir Willy Caballero (33) síðustu tvo leiki. (Guardian)

Martin O'Neill, þjálfari írska landsliðsins, skoðar möguleika á því hvort að Harry Kane, sóknarmaður Tottenham, geti spilað fyrir Írland. Kane hefur leikið fyrir U21-landslið Englands. (The Sun)

Louis van Gaal segir að aðstoðarmaðurinn Ryan Giggs gæti tekið við sem aðalþjálfari þegar hann hættir. (Telegraph)

Roy Hodgson, stjóri enska landsliðsins, hefur sagt Nasser Al-Khelaifi, forseta Paris St-Germain, að það hafi verið brjálæði hjá honum að eyða 40 milljónum punda í varnarmanninn David Luiz. (Independent)

Graziano Pelle (29), sóknarmaður Southampton, vonast til að vera kallaður upp í ítalska landsliðið eftir góða byrjun á tímabilinu. (Southern Daily Echo)

Manchester United goðsögnin Paul McGrath segir að staða Wayne Rooney sem fastamaður í byrjunarliðinu gæti verið í hættu eftir rauða spjaldið gegn West Ham á laugardag. (TalkSport)

Steve Bruce, stjóri Hull, segir að leikmenn sínir megi ekki missa trúna þó liðið sé án sigurs í síðustu fimm leikjum. (Hull Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner