Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. september 2014 10:21
Elvar Geir Magnússon
Carragher: Liverpool vinnur ekkert með Mignolet svona
Simon hefur ekki verið að standa sig.
Simon hefur ekki verið að standa sig.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að þolinmæðin gagnvart markverðinum Simon Mignolet gæti brátt verið á þrotum.

Belginn Mignolet var keyptur frá Sunderland á 9 milljónir punda fyrir 14 mánuðum en hefur verið veikur hlekkur hjá Liverpool nú í upphafi tímabils.

Carragher segir að Mignolet verði að rífa sig í gang.

„Bestu markverðirnir sem vinna stóra titla taka stórar vörslur á mikilvægum tímapunktum. Það eru þessir hlutir sem geta ráðið úrslitum, ef markvörðurinn er að vinna stig fyrir liðið," sagði Carragher í mánudagsþættinum á Sky Sports.

„Það sem af er ferli hans hjá Liverpool hefur vantað þessar stóru vörslur. Ef þetta heldur svona áfram þarf Liverpool að fá annan markvörð. Victor Valdes er á frjálsri sölu og hefur verið nefndur."

Sjálfur hefur Mignolet sagt að hann finni ekki fyrir neinni utanaðkomandi pressu og óttist ekki um stöðu sína í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner