Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. september 2014 15:00
Elvar Geir Magnússon
Hamann: Lewandowski hentar ekki Bayern
Robert Lewandowski.
Robert Lewandowski.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Robert Lewandowski hentar ekki leikstíl FC Bayern München. Þetta segir Dietmar Hamann, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands.

„Lewandowski er meðal bestu sóknarmanna heims en er ekki rétti maðurinn fyrir Bayern. Hann passar mun betur í leikstíl Dortmund," segir Hamann en Lewandowski kom til Bayern frá Dortmund í sumar.

Pólverjinn hefur aðeins skorað tvö mörk í fyrstu sex leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni fyrir Bayern.

„Leikaðferð Dortmund er beinskeyttari og ég tel að Lewandowski muni alls ekki hafa sömu áhrif og hann hafði hjá Dortmund. Það gæti skapað vandamál," segir Hamann í viðtali við Goal.com.

Lewandowski er í byrjunarliði Bayern sem mætir CSKA Moskvu í Meistaradeildinni klukkan 16 en leikurinn er beint á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner