Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. september 2014 17:49
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin: Bayern með yfirburði en lét eitt mark duga
Úr leiknum í dag sem leikinn var fyrir luktum dyrum í Rússlandi.
Úr leiknum í dag sem leikinn var fyrir luktum dyrum í Rússlandi.
Mynd: Getty Images
CSKA Moskva 0 - 1 Bayern München
0-1 Thomas Muller ('22 , víti)

Þýskalandsmeistarar Bayern München heimsóttu CSKA Moskvu í Meistaradeildinni, nánar tiltekið E-riðli, en leiknum var að ljúka rétt í þessu.

Gestirnir frá Þýskalandi settu þunga pressu á mark heimamanna strax frá byrjun og uppskáru vítaspyrnu eftir rúmlega 20 mínútna leik. Brotið var á Mario Götze og hárrétt hjá dómaranum að benda á punktinn.

Thomas Müller skoraði af öryggi úr spyrnunni. Yfirburðir Bayern héldu áfram og liðið fékk nóg af færum til að bæta við en það tókst ekki og þetta eina mark dugði til þriggja stiga þrátt fyrir að heimamenn hafi fengið góð tækifæri til að refsa þeim þýsku fyrir að hafa ekki verið búnir að gera út um leikinn.

Leikurinn var leikinn fyrir luktum dyrum eftir dóm UEFA vegna kynþáttaníðs frá stuðningsmönnum Moskvuliðsins. Manchester City og Roma eru hin lið E-riðils og mætast þau 18:45. Bayern hefur unnið báða leiki sína í riðlinum en CSKA er án stiga.

Byrjunarlið CSKA: Akinfeev, Mário Fernandes, Ignashevich, Aleksei Berezutski, Vasili Berezutski, Schennikov, Tošić, Milanov, Eremenko, Natcho, Musa.

Byrjunarlið Bayern: Neuer, Dante, Benatia, Bernat, Lahm, Alaba, Xabi Alonso, Götze, Lewandowski, Robben, Müller.
Athugasemdir
banner
banner
banner