Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. september 2014 18:01
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Kolbeinn byrjar gegn APOEL
Kolbeinn var frábær um síðustu helgi.
Kolbeinn var frábær um síðustu helgi.
Mynd: Getty Images
Kol­beinn Sigþórs­son er í byrj­un­arlið Hol­lands­meist­ara Ajax sem etja kappi við APOEL frá Nikósíu á Kýp­ur í Meist­ara­deild­inni í kvöld. Kol­beinn var á skot­skón­um um síðustu helgi en hann skoraði þrennu í stór­sigri Ajax á Breda.

Ajax gerði jafntefli við PSG í fyrstu umferð en APOEL tapaði leik sínum.

Manchester City fær Roma í heimsókn í E-riðli þar sem Joe Hart kemur aftur í markið og PSG og Barcelona leika stórleik í E-riðli þar sem Zlatan Ibrahimovic er ekki með PSG vegna meiðsla.

Chelsea leikur gegn Sporting Lissabon í Portúgal. Jose Mourinho er ekki að gera margar breytingar á sínu liði þessa dagana en hann gerir tvær breytingar frá 3-0 deildarsigrinum gegn Aston Villa. Filipe Luis og Andre Schurrle koma inn en Willian fer á bekkinn.

Byrjunarlið Ajax gegn APOEL: Cillessen; Van Rhijn, Veltman, Moisander, Boilesen; Klaassen, Viergever, Serero; Schøne, Kolbeinn Sigþórsson, Andersen.

Byrjunarlið Man City gegn Roma: Hart, Zabaleta, Kompany, Demichelis, Clichy, Navas, Fernandinho, Yaya Toure, Silva, Aguero, Dzeko.

Byrjunarlið Roma gegn Man City: Skorupski, Maicon, Manolas, Yanga-Mbiwa, Cole, Pjanic, Keita, Nainggolan, Florenzi, Totti, Gervinho.

Byrjunarlið PSG gegn Barcelona: Sirigu; Van der Wiel, Marquinhos, Luiz, Maxwell; Motta, Verratti, Matuidi, Pastore; Cavani, Lucas.

Byrjunarlið Barcelona gegn PSG: Ter Stegen; Alves, Mathieu, Mascherano, Alba; Busquets, Rakitic, Iniesta; Pedro, Messi, Neymar.

Byrjunarlið Chelsea gegn Sporting: Courtois; Ivanovic, Cahill, Terry, Filipe Luis; Matic, Fabregas; Schurrle, Oscar, Hazard; Diego Costa.

Leikir dagsins:

E-riðill:
18:45 Manchester City - AS Roma (Stöð 2 Sport 3)

F-riðill:
18:45 Paris SG - Barcelona (Stöð 2 Sport)
18:45 APOEL - Ajax

G-riðill:
18:45 Sporting - Chelsea (Stöð 2 Sport 4)
18:45 Schalke - Maribor

H-riðill:
18:45 Shakhtar - Porto
18:45 BATE - Athletic Bilbao
Athugasemdir
banner
banner