Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. september 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Roberto Mancini: Totti getur strítt Manchester City
Francesco Totti er lykilmaður Roma samkvæmt Roberto Mancini.
Francesco Totti er lykilmaður Roma samkvæmt Roberto Mancini.
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester City, er spenntur fyrir viðureign Man City gegn AS Roma í Meistaradeildinni í kvöld.

Mancini segir Roma geta lagt City af velli og telur að Francesco Totti sé ein stærsta ógnin þrátt fyrir háan aldur.

Mancini talar þá einnig um Seydou Keita, sem verður 35 ára í janúar, og segir hann geta séð um að dekka fyrrverandi samherja sinn hjá Barcelona, Yaya Toure.

,,Fullmannað lið Roma getur lagt City af velli en fjarvera Daniele De Rossi, Leandro Castan og Davide Astori gerir Ítalina brothættari," sagði Mancini.

,,Francesco Totti varð 38 ára um helgina en er gríðarlega mikilvægur því hann býr yfir svo miklum gæðum. Hann kann að hreyfa sig rétt, hleypur minna en áður en lætur boltann hlaupa fyrir sig.

,,Seydou Keita gæti dekkað Yaya Toure. Keita er leikmaður sem ég hef alltaf dáðst að. Hann er næstum 35 ára gamall og er þrátt fyrir það ótrúlega vanmetinn."

Athugasemdir
banner
banner