þri 30. september 2014 11:30
Magnús Már Einarsson
Segir Ronaldo ekki koma til Man Utd fyrr en eftir tvö ár
Cristiano Ronaldo fær sér sopa.
Cristiano Ronaldo fær sér sopa.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo hefur ítrekað verið orðaður við endurkomu til Manchester United undanfarnar vikur.

Ronaldo sló í gegn hjá Manchester United á milli 2003 og 2009 og sögusagnir um að hann sé á leið aftur á Old Trafford verða sífellt háværari.

Guillem Balague, sérfræðingur Sky í spænska boltanum, reiknar hins vegar ekki með að Ronaldo snúi aftur á Old Trafford fyrr en eftir tvö ár í fyrsta lagi.

,,Það er nokkuð ljóst að Manchester United leyfir sögusögnunum að halda áfram því að þeir hafa áhuga á Cristiano Ronaldo," sagði Balague.

,,Cristiano Ronaldo á sér draum um að fara aftur til Manchester united. Ég held bara að tímasetningin sem fólk talar um sé röng."

,,Fólk vill sjá þetta gerast í janúar ef það er mögulegt. Það mun ekki gerast. Næsta sumar? Ég held að það gerðist ekki þá. Real Madrid hefur engar áætlanir um að selja Cristiano Ronaldo næsta sumar."

,,Eftir tvö ár myndi ég segja já, þá er hann 31 árs að verða 32 ára og Real Madid gæti sagt 'allt í lagi, við getum fengið pening fyrir hann, frábært. Hann hefur gert mikið fyrir okkur en nú er tíminn kominn."

,,Ég held að þetta muni ekki gerast næsta sumar. Fólk þarf að sýna aðeins meiri þolinmæði."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner