Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. september 2014 19:45
Elvar Geir Magnússon
Úrskurður aganefndar: Árni úr leik í baráttunni um gullskóinn
Árni Vilhjálmsson.
Árni Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í dag og dæmdi alls fimm leikmenn í Pepsi-deild karla í bann vegna uppsafnaðra áminninga.

Þessir leikmenn verða því ekki með á laugardag þegar lokaumferð Pepsi-deildarinnar fer fram.

Sóknarmaðurinn Árni Vilhjálmsson verður ekki með Breiðabliki gegn Val. Árni er með tíu mörk og er í baráttunni um gullskóinn.

Árni, Gary Martin og Atli Guðnason eru með tíu mörk hver en markahæstur er Jonathan Glenn hjá ÍBV sem er með 12 mörk.

Gunn­ar Þor­steins­son verður ekki með ÍBV gegn Fjölni þar sem hann er kominn með sjö gul spjöld. Atli Már Þor­bergs­son fékk rautt spjald í síðasta leik Fjölnis og spilar því ekki gegn ÍBV í Grafarvoginum.

Hall­dór Smári Sig­urðsson verður í banni þegar Víkingur mætir Kefla­vík.

Bald­ur Sig­urðsson og Farid Zato verða ekki með KR gegn Þór en bæði lið leika upp á stoltið í þeim leik.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner