Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 30. september 2016 15:30
Magnús Már Einarsson
Viðtal
Albert Inga: Alls ekki ómöguleg staða
Albert fagnar marki fyrr í sumar.
Albert fagnar marki fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„ Staðan er vissulega erfið en alls ekki ómöguleg. Þetta er alls ekki sú staða sem við viljum vera í fyrir síðasta leik mótsins en við erum ennþá á lífi og munum skilja allt eftir á vellinum á morgun," segir Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis, við Fótbolta.net um lokaumferðina í Pepsi-deildinni á morgun.

Fylkismenn eru tveimur stigum frá öruggu sæti en þeir þurfa sigur gegn KR á morgun og á sama tíma þurfa Árbæingar að treysta á að Víkingur Ólafsvík vinni ekki Stjörnuna.

„Ég er bjartsýnn á sigur, það þýðir ekkert annað. Við höfum sýnt það í síðustu leikjum gegn mjög sterkum liðum hvers megnugur við erum. Úrslitin hafa ekki alltaf fallið með okkur, en við höfum alltaf mætt í næsta leik með trú á okkar verkefni og það verður engin breyting á því á laugardaginn."

Albert segir erfitt að hafa örlögin ekki í sínum höndum fyrir lokaumferðina.

„Ég viðurkenni það fúslega að það er virkilega óþægileg tilfinning, en hins vegar ekkert sem við getum gert í núna og því þýðir það ekkert fyrir okkur að vera spá mikið í því. Hugsum um okkur, klárum okkar leik og sjáum svo hvar við stöndum."

Mikið er undir hjá Fylkismönnum á morgun og Albert reiknar með góðum stuðningi úr stúkunni.

„Ég býst við mjög góðri mætingu úr Árbænum, staðan er erfið en hinsvegar eiga stuðningsmennirnir okkar stórt hrós skilið, stuðningurinn hefur verið frábær og þá sérstaklega í síðustu leikjum. Ég á ekki von á breytingu á því á morgun og ég þakka þeim kærlega fyrir stuðninginn. Vonandi getum við gefið þeim eitthvað til baka á morgun," sagði Albert að lokum.

Lokaumferðin á laugardag
14:00 KR-Fylkir (Alvogenvöllurinn)
14:00 FH-ÍBV (Kaplakrikavöllur)
14:00 Valur-ÍA (Valsvöllur)
14:00 Stjarnan-Víkingur Ó. (Samsung völlurinn)
14:00 Breiðablik-Fjölnir (Kópavogsvöllur)
14:00 Þróttur R.-Víkingur R. (Þróttarvöllur)

Sjá einnig:
Lokaumferðin - Hvað getur gerst?

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður framlengdur næsta laugardag vegna lokaumferðar Pepsi-deildarinnar. Þátturinn verður tveggja tíma lengri en venjan er, milli 12 og 16. Fylgst verður með gangi mála á X-inu þar til flautað verður til leiksloka og úrslit ráðast.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner