Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. september 2016 10:10
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Aron Bjarki: Kann Willum miklar þakkir fyrir traustið
Aron Bjarki hefur verið öflugur í vörn KR.
Aron Bjarki hefur verið öflugur í vörn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnir að grafa okkur upp úr holu.
„Við erum búnir að grafa okkur upp úr holu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór, þjálfari KR.
Willum Þór, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Húsvíkingurinn Aron Bjarki Jósepsson hefur verið byrjunarliðsmaður hjá KR í velgengni liðsins síðari hluta tímabilsins. Þessi húsvíski varnarmaður segist mjög ánægður með traustið sem Willum Þór Þórsson, þjálfari KR-inga, hefur sýnt honum en Aron byrjaði tímabilið á bekknum.

„Ég er ánægður með það hvernig hefur ræst úr mínu sumri persónulega. Mér hefur gengið vel eftir að ég fékk sénsinn í liðinu um mitt sumar vegna meiðsla annarra leikmanna. Willum hefur síðan sýnt mér mikið traust og notað mig áfram og kann ég honum miklar þakkir fyrir það," segir Aron Bjarki við Fótbolta.net.

„Ég átti erfitt uppdráttar í byrjun sumars og fékk ekki mikinn spiltíma. Ég var kannski kominn í svolítið erfiða stöðu. Ég er því bara mjög sáttur með það hvernig sumarið hefur spilast fyrir mig úr því sem komið var."

Búnir að grafa okkur upp úr holu
Uppgangur KR-inga hefur verið mikill síðan Willum tók við en þeir mæta Fylki á morgun í lokaumferð deildarinnar og geta krækt í Evrópusæti með sigri. Það er eitthvað sem var mjög fjarlægur möguleiki um mitt sumar.

„Stemningin er mjög góð fyrir leiknum á laugardaginn. Við erum búnir að grafa okkur upp úr holu sem við komum okkur vel fyrir í í byrjun sumars og það er bara frábært og mjög spennandi að eiga möguleika á því að enda sumarið í Evrópusæti. Við höfum fulla trú á því að þetta falli með okkur," segir Aron en mótherjar þeirra, Fylkismenn, verða að vinna til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.

„Þetta verður mjög spennandi leikur. Það er alltaf erfitt að mæta Fylki, og sú staða sem þeir eru í auðveldar stöðuna ekki neitt. Það er alveg ljóst að þeir koma til með að selja sig mjög dýrt í leiknum. En við þurfum líka sigur til að ná okkar markmiðum. Ég held að þetta verði bara rosalega skemmtilegur fótboltaleikur. Vonandi mætir bara fullt af fólki á KR-völlinn og vonandi verða bara læti, mörk og sexy fótbolti í leiknum á laugardaginn."

KR vann 4-1 sigur þegar liðin léku í Lautinni í fyrri umferðinni.

„Leikurinn í Árbænum féll með okkur. Við skoruðum tvö mörk snemma í leiknum og þess vegna leit leikurinn út fyrir að vera þægilegur. Það er hins vegar aldrei auðvelt að mæta liði eins og Fylki. Þeir mæta alltaf af gríðarlegum krafti í leikina og það má búast við þeim extra mótiveruðum á laugardaginn. Þetta verður svakalegur leikur! Þetta er spurning um allt eða ekkert fyrir bæði lið," segir Aron.

Willum færði ró og yfirvegun inn í hópinn
En hver er skýringin á breytingunni á stigasöfnun KR eftir að Bjarni Guðjónsson var rekinn og Willum tók við?

„Eftir að Willum tók við stjórninni einfölduðum við hlutina bara og fórum svolítið „back to basics" og unnum svo út frá því. Við vissum að við það var engin þörf á stórkostlegum breytingum. Við unnum í ákveðnum þáttum sem okkur fannst við þurfa að bæta okkur í og reyndum að finna jafnvægi í okkar leik," segir Aron Bjarki.

„Við vitum að við erum með gríðarlega sterkan leikmannahóp og þegar við spilum leiki á okkar forsendum þá erum við alltaf líklegir. Willum hefur gert mjög vel eftir að hann kom inn í hópinn og hefur náð að færa yfirvegun og ró inn í hópinn sem mér finnst líka hafa hjálpað mikið til að ná betri úrslitum."

Lokaumferðin á laugardag
14:00 KR-Fylkir (Alvogenvöllurinn)
14:00 FH-ÍBV (Kaplakrikavöllur)
14:00 Valur-ÍA (Valsvöllur)
14:00 Stjarnan-Víkingur Ó. (Samsung völlurinn)
14:00 Breiðablik-Fjölnir (Kópavogsvöllur)
14:00 Þróttur R.-Víkingur R. (Þróttarvöllur)

Sjá einnig:
Lokaumferðin - Hvað getur gerst?

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður framlengdur næsta laugardag vegna lokaumferðar Pepsi-deildarinnar. Þátturinn verður tveggja tíma lengri en venjan er, milli 12 og 16. Fylgst verður með gangi mála á X-inu þar til flautað verður til leiksloka og úrslit ráðast.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner