Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 30. september 2016 11:30
Magnús Már Einarsson
Viðtal
Björn Páls: Fjórðungur hópsins kemur ekki til greina
Björn Pálsson.
Björn Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég met stöðuna einfaldlega þannig að þau lið sem eru í einhverri baráttu eiga öll möguleika. Leikir helgarinnar munu ekki vinnast á pappír eða fyrri afrekum. Allt getur gerst," segir Björn Pálsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, við Fótbolta.net um lokaumferðina sem er framundan í Pepsi-deildinni á morgun.

Ólsarar eru í 10. sæti fyrir umferðina, tveimur stigum á undan Fylki í fallbaráttunni. Fylkir heimsækir KR í lokaumferðinni á meðan Björn fer á sinn gamla heimavöll með Víkingi og mætir Stjörnunni.

„Við höfum farið í Garðabæinn tvisvar síðan ég gekk til liðs við Víking. Fyrri leikurinn, árið 2013, endaði 3-2 og seinni leikurinn í bikarnum í ár endaði 2-2. Sagan segir að þetta gæti orðið jafn og skemmtilegur markaleikur en svo veit maður ekkert hvernig þetta spilast núna. Ég tel okkur eiga möguleika en Stjörnumönnum finnst örugglega að þeir eigi að vinna okkur. Það er pressa á báðum liðum að vinna."

Vinstri bakvörðurinn Pontus Nordenberg var í gær dæmdur í eins leiks bann fyrir ummæli sem hann lét falla fyrir framan myndavél eftir leik gegn Fylki fyrr í mánuðinum. Hvað finnst Birni um leikbannið?

„Ég met stöðuna þannig að við, og þá sérstaklega leikmenn, græðum ekkert á því að ræða þetta opinberlega svona stuttu fyrir síðustu umferð mótsins. Ég held samt að það væri ekkert nema heilbrigt að fá aðra aðila til að taka heiðarlega umræðu um þetta mál."

Auk Pontus þá verða Eg­ill Jóns­son, Pape Mama­dou Faye og Tom­asz Luba allir í leikbanni hjá Víkingi á morgun.

„Þetta hefur auðvitað áhrif. Fjórðungur leikmannahópsins kemur ekki til greina þegar þjálfarinn velur liðið. Þeim mun mikilvægara er það þá fyrir þá leikmenn sem eftir eru að standa þétt saman. Við munum ná að byrja með 11 og við munum líka vera með leikmenn á bekknum þannig að ég er ekki í vafa um að við komumst í gegnum þetta þó þetta séu vissulega óvenjumargir leikmenn sem eru í banni," sagði Björn.

Lokaumferðin á laugardag
14:00 KR-Fylkir (Alvogenvöllurinn)
14:00 FH-ÍBV (Kaplakrikavöllur)
14:00 Valur-ÍA (Valsvöllur)
14:00 Stjarnan-Víkingur Ó. (Samsung völlurinn)
14:00 Breiðablik-Fjölnir (Kópavogsvöllur)
14:00 Þróttur R.-Víkingur R. (Þróttarvöllur)

Sjá einnig:
Lokaumferðin - Hvað getur gerst?

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður framlengdur næsta laugardag vegna lokaumferðar Pepsi-deildarinnar. Þátturinn verður tveggja tíma lengri en venjan er, milli 12 og 16. Fylgst verður með gangi mála á X-inu þar til flautað verður til leiksloka og úrslit ráðast.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner