fös 30. september 2016 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
England um helgina - Jói Berg fær heimsókn frá Arsenal
Jóhann Berg og félagar mæta Arsenal.
Jóhann Berg og félagar mæta Arsenal.
Mynd: Getty Images
Topplið Manchester City mætir Tottenham í stórleik.
Topplið Manchester City mætir Tottenham í stórleik.
Mynd: Getty Images
7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar verður spiluð um helgina.

Herlegheitin byrja öll sömul í kvöld en þá mætast Everton og Crystal Palace á Goodison Park. Leikurinn hefst kl 19:00 og byrjar hann veisluna.

Kl 11:30 á laugardaginn mætast svo Swansea og Liverpool en Swansea hefur farið illa af stað í deildinni í ár á meðan Liverpool hefur litið vel út. Gylfi og félagar þurfa nauðsynlega á stigum að halda. Hull mætir svo Chelsea í Jórvíkurskíri en Chelsea hefur átt erfiða daga undanfarið, eins og Hull.

Á sunnudaginn mætir Manchester United, lærisveinum Mark Hughes á Old Trafford á meðan nágrannar þeirra í City fara á White Hart Lane og mæta Tottenham.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley klára síðan helgina er þeir fá Arsenal í heimsókn.

Föstudagurinn 30. september
19:00 Everton - Crystal Palace (Stöð 2 Sport 2)

Laugardagurinn 1. október
11:30 Swansea - Liverpool (Stöð 2 Sport)
14:00 Hull City - Chelsea (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Sunderland - West Brom
14:00 Watford - Bournemouth
14:00 West Ham - Middlesbrough

Sunnudagurinn 2.október
11:00 Manchester United - Stoke City (Stöð 2 Sport)
13:15 Leicester City - Southampton (Stöð 2 Sport 2)
13:15 Tottenham - Manchester City (Stöð 2 Sport)
15:30 Burnley - Arsenal (Stöð 2 Sport)

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner