Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 30. september 2016 17:04
Mist Rúnarsdóttir
Fjolla Shala með slitið krossband
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjolla Shala, leikmaður Breiðabliks, er með slitið krossband en þetta staðfesti hún við Fótbolta.net fyrir leik Vals og Breiðabliks sem nú er í gangi.

Fjolla meiddist illa í síðasta leik Breiðabliks gegn ÍA og þurfti að fara útaf á börum. Það var strax ljóst að um alvarleg meiðsli væri að ræða en Fjolla er ekki þekkt fyrir annað en hörku og kvartar ekki nema mikið sé að.

Úr textalýsingu í leik Breiðabliks og ÍA:

„Þetta lítur ekki vel út. Fjolla Shala liggur eftir á vellinum. Ég sá ekki hvað gerðist en það er næsta víst að þegar Fjolla þarf að fara útaf á börum þá er eitthvað mikið að. Þetta var örugglega ekki samstuð. Virðist sem Fjolla hafi meiðst í kjölfarið á að hafa tekið skot að marki"

Nú er ljóst að leikmaðurinn öflugi er með slitin krossbönd og framundan því langt endurhæfingarferli. Við óskum Fjollu góðs bata og vonumst til að sjá hana aftur á vellinum sem fyrst.

Krossbandaslit hafa því miður verið nokkuð áberandi í Pepsi-deildinni í sumar en Ágústa Kristinsdóttir hjá Þór/KA, Katrín Ýr hjá Selfossi, Þórdís Hrönn í Stjörnunni og Hildur Sif í Breiðablik hafa til að mynda allar slitið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner