fös 30. september 2016 22:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti tapleikur Blika í deild síðan 2014 kom í dag
Þorsteinn Halldórs tók við liðinu haustið 2014
Þorsteinn hefur náð eftirtektarverðum árangri með Breiðablik
Þorsteinn hefur náð eftirtektarverðum árangri með Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Kvennalið Breiðabliks tapaði í dag gegn Valskonum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Vals þar sem reynsluboltinn Dóra María Lárusdóttir setti eina markið eftir fjórar mínútur.

Það sem vekur hvað mesta athygli við þennan leik og þetta tap hjá Blikum er að þetta er fyrsta tap Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna síðan árið 2014. Þorsteinn Halldórsson tók við liðinu haustið 2014 og síðan þá hafði liðið ekki tapað leik í deildinni, ótrúlegt það.

Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrra og liðið fór taplaust í gegnum mótið. Liðið endaði þá með 50 stig, unnu 16 leiki og gerðu tvö jafntefli í 18 leikjum.

Núna munaði engu að Blikar myndu gera slíkt hið sama aftur, þar að segja fara taplausar í gegnum Íslandsmótið. Valur kom þó í veg fyrir það með 1-0 sigri að Hlíðarenda í dag.
Steini Halldórs: Stjarnan vel að titlinum komnar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner