Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
   fös 30. september 2016 18:34
Magnús Már Einarsson
Guðjón Bjarni: Erlendu leikmennirnir bregðast okkur
Selfoss féll úr Pepsi-deildinni í kvöld.
Selfoss féll úr Pepsi-deildinni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Fram að rauða spjaldinu hjá okkur var leikurinn að spilast eins og við vildum að hann myndi spilast," sagði Guðjón Bjarni Hálfdánarson, þjálfari Selfyssinga, eftir markalaust jafntefli gegn Fylki í Pepsi-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Selfoss

Sharla Passariello fékk rauða spjaldið snemma í síðari hálfleik fyrir að sparka í Ruth Þórðar. Það reyndist dýrkeypt fyrir Selfoss.

„Rauða spjaldið á rétt á sér. Hún sparkar í hana. Það verður að taka það fram að Ruth og Eva (Núra Abrahamsdóttir) voru búnar að vera með olnbogaskot, fylgja fast á eftir og bomba í okkar leikmenn. Ég er ekki að réttlæta hegðunina hjá mínum leikmanni en dómararnir eiga að grípa inn í þetta fyrr. Þeir hleypa leiknum upp og gera það að verkum að þetta gerist."

Selfoss skoraði 18 mörk í sumar en Guðjón var ósáttur með sóknarleikinn á tímabilinu. „Við höfum ekki verið að klára færin í sumar og það er valdur af þessu í dag."

„Það sem er mest svekkjandi við þetta tímabil er að hópurinn er lítill og erlendu leikmennirnir eru að bregðast okkur, sérstaklega hér í dag. Við gripum of seint inn í það. Ef við horfum á seinni umferðina þá er ekki að koma mikið framlag frá þeim."

Selfoss lék síðast í 1. deildinni árið 2011 en Guðjón segir að liðið muni ekk stoppa lengi þar núna. „Við horfum björtum augum á framhaldið. Selfoss er flottur klúbbur og það er gott starf unnið þar. Kjarninn í liðinu hefur mikinn eldmóð fyrir félaginu. Við horfum í það að þetta lið verði fljótt að rífa sig upp úr þessu mótlæti og gera það vel. Þið sjáið Selfoss fljótlega aftur í Pepsi-deildinni."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner