Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. september 2016 13:33
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardal
Heimir: Ekki flókið að sannfæra Björn Bergmann
Icelandair
Björn Bergmann hefur spilað vel með Molde.
Björn Bergmann hefur spilað vel með Molde.
Mynd: Molde
Björn Bergmann Sigurðarson, var í dag, valinn í A-landslið karla í fyrsta skipti í langan tíma.

Hann hefur ekki verið í landsliðshópnum síðan árið 2012 en þá afþakkaði hann sæti fyrir leiki í undankeppni HM. Björn verður með í hópnum sem spilar við Finnland og Tyrkland.

Heimir Hallgrímsson segir það ekki hafa verið erfitt að sannfæra Björn um að vera með.

„Hann svaraði kallinu fljótt núna. Hann var mjög jákvæður að hjálpa okkur. Hann skildi stöðuna og þetta var ekki flókið," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag. Hann var spurður að því hvort Björn sé kominn til að vera í hópnum.

„Við ákváðum það í sameiningu að hann yrði með í þessu verkefni. Það fer eftir því hvernig hann stendur sig í þessu verkefni og hvernig hann stendur sig úti. Þetta er ekki skuldbinding að hann verði áfram í hópnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner