Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. september 2016 13:35
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardal
Heimir: Lykilþáttur að sýna þolinmæði og aga
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson, sátu fyrir svörum fréttamanna í Laugardalnum í dag.

Ísland mætir FInnum 6. október og Tyrkjum 9. október í undankeppni HM í Rússlandi.

„Markmiðið er að halda hreinu. Það er gríðarlega mikilvægt í svona jöfnum riðli. Við leggjum áherslu á það. Á sama tíma viljum við vera árásargjarnir í sókninni."

„Við búumst við 5-3-2, þeir eru með þrjá miðverði og mjög þéttir."

„Lykilþættir gegnum Finnum er að sýna þolinmæði, skipulag og aga," sagði Heimir.

Helgi Kolviðsson, aðstoðarmaður Heimis tók svo við og talaði um tyrkneska liðið.

„Þetta verða tveir ólíkir leikir á stuttum tíma. Tyrkir hafa mjög góða einstaklinga. Emre Mor sem spilar með Dortmund er líkt við Lionel Messi í Þýskalandi," sagði Helgi.


Athugasemdir
banner
banner
banner