banner
   fös 30. september 2016 09:54
Magnús Már Einarsson
Hjálmar Jóns fer frá Gautaborg eftir 15 ára dvöl
Hjálmar í leik með Gautaborg árið 2008.
Hjálmar í leik með Gautaborg árið 2008.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Svansson
Varnarmaðurinn reyndi Hjálmar Jónsson hefur ákveðið að hætta að leika með IFK Gautaborg eftir þetta tímabil.

Hinn 36 ára gamli Hjálmar hefur spilað 15 tímabil með Gautaborg en hann á 427 leiki að baki með liðinu.

„Þetta haust verður mitt síðasta sem leikmaður IFK Gautaborg," sagði Hjálmar við heimasíðu félagins.

Hjálmar er uppalinn hjá Hetti á Egilsstöðum en hann lék tvö tímabil með Keflavík áður en hann gekk til liðs við Gautaborg árið 2002.

Hjá Gautaborg hefur Hjálpar verið fastamaður en hann hefur bæði leikið sem vinstri bakvörður og miðvörður.

Hjálmar á 21 landsleik að baki en sá síðasti var vináttuleikur gegn Rússum árið 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner