Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. september 2016 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ísland um helgina - Pepsi-deildunum lýkur
Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö í  síðasta leik
Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö í síðasta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann getur fallið um helgina.
Hermann getur fallið um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Síðasta umferð Pepsi-deildar karla og kvenna fer fram um helgina.

Á föstudaginn fer fram síðasta umferð í Pepsi-deild kvenna. Stjörnustúlkur mætir FH í Garðabæ og verður Íslandsmeistaratitilinn þeirra með sigri. Breiðablik getur ennþá orðið meistari með sigri á Valsstúlkum á Hlíðarenda, ef Stjarnan tapar fyrir FH.

Fallbaráttan er gríðarlega hörð en ÍA er nú þegar fallið um deild. KR, Selfoss og Fylkir geta öll fallið en ljóst er að KR heldur sæti sínu í deildinni með sigri á ÍA. Jafntefli getur dugað KR-ingum ef Fylkir vinnur Selfoss. Þá fellur Selfoss.

Sigurvegarinn úr viðurreign Selfoss og Fylkis halda sér uppi en bæði lið geta haldið sér uppi ef KR tapar. Það er því ansi spennandi barátta á botninum framundan.

Á laugardaginn er svo síðasta umferðin í Pepsi-deildinni. FH er meistari og Þróttur er fallinn en baráttan er um Evrópusæti og hvaða lið fer niður með Þrótturum.

Elvar Geir Magnússon fór í gær ítarlega yfir möguleikana í lokaumferð Pepsi-deildar karla og má sjá þá með að smella hérna.

föstudagur 30. september

Pepsi-deild kvenna 2016
16:00 Valur-Breiðablik (Valsvöllur)
16:00 ÍA-KR (Norðurálsvöllurinn)
16:00 ÍBV-Þór/KA (Hásteinsvöllur)
16:00 Stjarnan-FH (Samsung völlurinn) (Stöð 2 Sport)
16:00 Fylkir-Selfoss (Floridana völlurinn) (Stöð 2 Sport 2)

laugardagur 1. október

Pepsi-deild karla 2016
14:00 Þróttur R.-Víkingur R. (Þróttarvöllur)
14:00 KR-Fylkir (Alvogenvöllurinn) (Stöð 2 Sport)
14:00 FH-ÍBV (Kaplakrikavöllur) (Stöð 2 Sport 3
14:00 Valur-ÍA (Valsvöllur)
14:00 Stjarnan-Víkingur Ó. (Samsung völlurinn) (Stöð 2 Sport 4)
14:00 Breiðablik-Fjölnir (Kópavogsvöllur)

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður framlengdur næsta laugardag vegna lokaumferðar Pepsi-deildarinnar. Þátturinn verður tveggja tíma lengri en venjan er, milli 12 og 16. Fylgst verður með gangi mála á X-inu þar til flautað verður til leiksloka og úrslit ráðast.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner