fös 30. september 2016 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Ólíklegt að ég sitji á bekknum þegar ég verð sextugur
Jurgen Klopp er engum líkur
Jurgen Klopp er engum líkur
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist tilbúinn að klára þjálfaraferilinn hjá Liverpool. Hann telur sjálfur að hann muni hætta að starfa sem knattspyrnustjóri einhvern tímann á næstu tíu árum.

Klopp, sem er 49 ára gamall, segist ekki vilja sitja á bekknum þegar hann er orðinn sextugur og það gefur honum 11 ár til viðbótar til þess að ná þeim markmiðum sem hann hefur sett sér hjá Liverpool.

Þjóðverjinn fagnar eins árs starfsafmæli sínu hjá Liverpool í næstu viku, en lið hans hefur farið gríðarlega vel af stað á þessu tímabili. Liverpool mætir Swansea klukkan 11:30 á morgun, en þar getur liðið unnið sinn fjórða leik í ensku úrvalsdeildinni á þessu leiktímabili.

„Ég mun klárlega (fara aftur til Þýskalands) til þess að búa, en á þessari stundu veit ég ekki hvort ég mun fara aftur sem knattspyrnustjóri. Sá dagur mun koma þar sem ég segi, 'takk, þetta var mikil ánægja," sagði Klopp í viðtali við RedaktionsNetwerk í Þýskalandi.

„Það er mjög, mjög ólíklegt að ég muni sitja á bekknum þegar ég verð sextugur. Og, þegar komið er að lokum og ég hef bara þjálfað Mainz, Dortmund og Liverpool, þá hafa þetta klárlega verið þrjú stórkostleg félög."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner