Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 30. september 2016 13:59
Magnús Már Einarsson
Pontus ekki í banni á morgun - Má spila gegn Stjörnunni
Pontus Nordenberg.
Pontus Nordenberg.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Pontus Nordenberg, vinstri bakvörður Víkings Ólafsvíkur, verður ekki í leikbanni þegar liðið mætir Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildarinnar á morgun.

Pontus lét stór orð falla inni á vellinum eftir 2-1 tap gegn Fylki í fallbaráttuslag. Í Pepsi-mörkunum var sýnd upptaka frá myndatökumanni sem fór inn á völlinn eftir lokaflautið.

Svíinn var dæmdur í eins leiks bann í vikunni fyrir ummæli sín. Víkingur Ólafsvík áfrýjaði banninu og það þýðir að Pontus verður löglegur á morgun. Áfrýjunin verður nefnilega ekki tekin fyrir fyrr en í næstu viku.

„Það var reglugerðarbreyting í kjölfar síðasta ársþings. Áfrýjun mála frestar réttaráhrifum í kærumálum," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Aga og úrskurðarnefnd úrskurðaði hann í leikbann og Víkingur Ó. áfrýjaði. Áfrýjunardómstóllinn kemur ekki saman fyrr en eftir helgi og þess vegna er hann ekki í leikbanni á morgun."

Ólafsvíkingar eru ennþá í fallhættu en þeir verða án Egils Jónssonar, Pape Mamadou Faye og Tomasz Luba á morgun. Þeir eru allir í leikbanni.

Lokaumferðin á laugardag
14:00 KR-Fylkir (Alvogenvöllurinn)
14:00 FH-ÍBV (Kaplakrikavöllur)
14:00 Valur-ÍA (Valsvöllur)
14:00 Stjarnan-Víkingur Ó. (Samsung völlurinn)
14:00 Breiðablik-Fjölnir (Kópavogsvöllur)
14:00 Þróttur R.-Víkingur R. (Þróttarvöllur)

Sjá einnig:
Lokaumferðin - Hvað getur gerst?

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður framlengdur næsta laugardag vegna lokaumferðar Pepsi-deildarinnar. Þátturinn verður tveggja tíma lengri en venjan er, milli 12 og 16. Fylgst verður með gangi mála á X-inu þar til flautað verður til leiksloka og úrslit ráðast.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner