Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 30. september 2016 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Telegraph 
Redknapp segir að leikmenn sínir hafi veðjað á leiki hjá sér
Harry Redknapp
Harry Redknapp
Mynd: Getty Images
Hinn gamalreyndi Harry Redknapp hefur sagt frá því að leikmenn sínir hafi veðjað á úrslit úr einum leik sem þeir sjálfir spiluðu. Frá þessu greinir Daily Telegraph, en þar á bæ hafa menn verið að komast að svörtum leyndarmálum enska fótboltans.

Sam Allardyce sagði upp starfi sínu sem þjálfari enska landsliðsins eftir frétt sem blaðið gerði, en síðan þá hafa fleiri bæst í hópinn og þar á meðal Jimmy Floyd Hasselbaink, núverandi þjálfari QPR í ensku Championship-deildinni.

Nú hafa þeir birt frétt þar sem Harry Redknapp segir frá því að leikmenn sínir hafi veðjað á úrslit úr leik sem þeir spiluðu. Samkvæmt reglum ensku knattspyrnusambandsins er leikmönnum bannað að veðja á þá leiki sem þeir tengjast, og þá er gert ráð fyrir því að stjórar tilkynni það ef þeir taka eftir einhverju sem brýtur á bóga við reglurnar.

Þegar Telegraph hafði samband við Redknapp þá kvaðst hann ekki gera sér grein fyrir því að leikmenn sínir væru að brjóta reglur hjá enska knattspyrnusambandinu með þessum veðmálum.

Hinn 69 ára gamli Redknapp hefur á ferli sínum þjálfað West Ham, Portsmouth, Southampton, Tottenham and Queens Park Rangers, en það er ekki tekið fram í greininni hjá hvaða félagi umrætt atvik gerðist.
Athugasemdir
banner
banner
banner