Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fös 30. september 2016 19:16
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs: Stjarnan vel að titlinum komnar
Þorsteinn tapaði í fyrsta skipti deildarleik sem þjálfari Breiðabliks
Þorsteinn tapaði í fyrsta skipti deildarleik sem þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Það eru vonbrigði að hafa tapað þessum leik. Við svosem gerðum okkur ekkert von um að vinna mótið miðað við þá leiki sem Stjarnan átti eftir en mig langar að byrja á að óska Stjörnunni til hamingju með titilinn. Þær eru vel að þessu komnar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson eftir að hafa þurft sætta sig við tap gegn Val en Blikar hafa ekki tapað deildarleik síðan í júlí 2014.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Hinsvegar er sumrinu reyndar ekki lokið hjá okkur. Við eigum Evrópuleikinn eftir þannig að við erum ekki farin í frí ennþá.“

Um leikinn hafði Þorsteinn þetta að segja:

„Þetta er barningur. Við sköpum okkur fín færi og erum yfir í spili en þær eru náttúrlega alltaf hættulegar í skyndisóknum. Við fengum alveg nógu góð færi til að skora og jafna þennan leik hið minnsta.“

Umdeilt atvik kom upp í seinni hálfleik en þá skoraði Fanndís mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Það stóð afar tæpt og ljóst að við þurfum að skoða sjónvarpsupptökur af atvikinu til að sjá hvort að um réttan dóm hafi verið að ræða. Þorsteinn sagðist ekki treysta sér til að dæma um hvort Fanndís hafi verið fyrir innan en hún meiddist í samstuði í kjölfarið á markinu og þurfti að fara af velli.

„Þetta var ljótur skurður. Hrufl niður eftir öllum leggnum á henni. Einhvern tímann hefðu með fengið spjald fyrir það þó að dómarinn hafi verið búinn að flauta,“ sagði Þorsteinn sem vonast til að Fanndís verði klár fyrir Evrópukeppnina.

„Það er spennandi verkefni. Við verðum að gefa okkur nokkra daga í að koma okkur í gírinn fyrir það og gleyma þessu. Íslandsmótið er búið og það er þetta mót sem er eftir hjá okkur. Við þurfum að eiga góðan leik á miðvikudaginn og þurfum að undirbúa okkur vel og gíra okkur vel í það.“
Athugasemdir
banner
banner