Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 30. september 2016 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Terry enn frá vegna meiðsla - Spilar ekki gegn Hull
Terry er enn frá vegna meiðsla
Terry er enn frá vegna meiðsla
Mynd: Getty Images
John Terry, fyrirliði Chelsea, er ekki klár í slaginn og verður þess vegna ekki með á morgun þegar liðið mætir nýliðum Hull City.

Hinn þaulreyndi Terry hefur verið að glíma við meiðsli upp á síðkastið, en hann byrjaði að æfa aftur í vikunni. Hann er þó ekki klár í slaginn með bláliðum strax.

Þetta er mikið áfall fyrir Chelsea, en þeir hafa verið án Terry í síðustu leikjum og virkað mjög brothættir varnarlega.

„Nei hann er ekki tilbúinn vegna þess að hann er ekki búinn að jafna sig á ökklameiðslunum sem hafa verið að hrjá hann," sagði Antonio Conte, stjóri Chelsea, á blaðamannafundi í dag.

„Ég held að hann muni koma aftur inn í liðið eftir landsleikjahléið."

Leikur Hull City og Chelsea hefst á morgun klukkan 14:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner