Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. september 2016 00:04
Elvar Geir Magnússon
Þessir dæma í lokaumferð Pepsi-deildarinnar
Erlendur Eiríksson, besti dómarinn 2015, dæmir Evrópuslag Breiðabliks og Fjölnis.
Erlendur Eiríksson, besti dómarinn 2015, dæmir Evrópuslag Breiðabliks og Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framundan er mikilvæg lokaumferð í Pepsi-deildinni á laugardag. Barist er um Evrópusæti og um að forðast fall. Búið er að opinbera hvaða dómarar dæma leiki umferðarinnar og má sjá það hér að neðan.

Stjarnan er í bestu stöðunni í baráttunni um tvö laus Evrópusæti en Breiðablik, KR og Fjölnir eiga einnig möguleika. Í fallbaráttunni eru Fylkismenn í vondum málum en Víkingur Ólafsvík er einnig í fallhættu. Mikið þarf að ganga á svo Eyjamenn fari niður.

Sjá einnig:
Lokaumferðin - Hvað getur gerst?

Leikirnir verða allir spilaðir klukkan 14 á laugardag.

Breiðablik - Fjölnir
Dómari: Erlendur Eiríksson
Aðstoðardómarar: Frosti Viðar Gunnarsson og Steinar Berg Sævarsson

KR - Fylkir
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Aðstoðardómarar: Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson

Stjarnan - Víkingur Ó.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Aðstoðardómarar: Gunnar Sverrir Gunnarsson og Andri Vigfússon

FH - ÍBV
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Aðstoðardómarar: Bryngeir Valdimarsson og Oddur Helgi Guðmundsson

Valur - ÍA
Dómari: Þorvaldur Árnason
Aðstoðardómarar: Jóhann Gunnar Guðmundsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir

Þróttur - Víkingur R.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Aðstoðardómarar: Eðvarð Eðvarðsson og Óli Njáll Ingólfsson

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður framlengdur næsta laugardag vegna lokaumferðar Pepsi-deildarinnar. Þátturinn verður tveggja tíma lengri en venjan er, milli 12 og 16. Fylgst verður með gangi mála á X-inu þar til flautað verður til leiksloka og úrslit ráðast.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner