Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   lau 30. september 2017 16:47
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Andri Rúnar um 19 marka klúbbinn: Þetta er magnaður hópur til að vera í
Andri Rúnar er kominn í 19 marka klúbbinn
Andri Rúnar er kominn í 19 marka klúbbinn
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
„Það er mjög erfitt, en ég get aðallega sagt að þetta hafi verið léttir," sagði Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur um sigurmarkið sem hann skoraði gegn Fjölni í dag. Mark Andra var hanas nítjánda í sumar og jafnaði hann markamet Péturs Péturssonar, Guðmundar Torfasonar, Þórðar Guðjónssonar og Tryggva Guðmundssonar.

Andri Rúnar klúðraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og hefði hann því hæglega getað bætt metið í dag. Andri Rúnar skaut í stöngina úr vítaspyrnunni.

„Nei ég var ekki stressaður, ég var aðallega fúll í stuttan tíma eftir á. Ég horfði á hann fara í hitt hornið og ég ætlaði bara að leggja hann í hægra hornið. Ég setti hann bara alltof langt. Lélegt."

Enginn leikmaður hafði ógnað markametinu svona ógurlega líkt og Andri Rúnar gerði og er hann stoltur af því að fá að tilheyra þessum hópi manna sem hafa skorað 19 mörk á einu tímabili.

„Að sjálfsögðu er ég stoltur. Þetta er magnaður hópur til að vera í. Ég er bara fáránlega sáttur."

Pressan hefur verið mikil á Andra Rúnari seinni hluta tímabilsins þegar í ljós kom að hann ætti raunhæfan möguleika á að slá metið. Fjölmiðlar töluðu mikið um metið og var hann spurður út í það í nánast hverju einasta viðtali.

„Það var auðvelt að kúpla sig frá þessu þangað til fyrir svona tveimur-þremur vikum. Þá var áreitið orðið svakalegt. Ekki bara fjölmiðlar, heldur bara allir í kring. Þannig þetta var orðið svona pínu. En mér finnst ég hafa sýnt ágætis styrk að ná þessu."

Fyrir tímabilið bjóst enginn við neinu frá Grindavík. Flestir, ef ekki allir spáðu liðinu falli en liðið hefur komið mikið á óvart í sumar og endar í fimmta sæti deildarinnar.

„Þetta var geðveikt. Ég held að við höfum sokkað ansi marga."

Andri Rúnar er samningslaus eftir tímabilið og hefur hann ekki farið leynt með það að hann ætli að reyna fyrir sér úti. Ef ekki, þá verður hann hér á Íslandi.

„Stefnan mín er bara að komast út. Ég vona bara að það heppnist."

Andri Rúnar klúðraði þremur vítaspyrnum í sumar og hefði því hæglega getað slegið þetta markamet. Hann segir þó að vítaspyrnunar munu ekki svíða seinna meir.

„Nei ég verð búinn að gleyma þeim í kvöld."
Athugasemdir
banner
banner
banner