Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 30. október 2014 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Andy Carroll: Getum barist um sæti í Evrópukeppni
Mynd: Getty Images
Enski framherjinn, Andy Carroll, sem er á mála hjá West Ham United, trúir því að félagið geti komist í Evrópukeppni á næsta tímabili.

Enski landsliðsmaðurinn hefur ekki spilað á þessu tímabili eftir að hafa meiðst á ökkla á undirbúningstímabilinu en hann er allur að koma til.

Carroll er byrjaður að æfa með liðinu og er spenntur fyrir því að snúa aftur á völlinn en hann segir að liðið geti vel barist um að komast í Evrópukeppni á næsta tímabili.

West Ham situr í fjórða sæti deildarinnar eftir fyrstu níu leiki tímabilsins en baráttan um sæti í liðinu gæti þó orðið erfið enda hafa þeir Enner Valencia og Diafra Sakho verið að spila gríðarlega vel saman.

,,Við erum að spila frábærlega. Stjórinn hefur fengið nokkra frábæra leikmenn og við erum að sýna hvað í okkur býr með mörkunum sem við erum að skora," sagði Carroll.

,,Það er ástæða þess að við erum í fjórða sæti deildarinnar og ég get ekki beðið eftir að vera partur af þessu."

,,Ég get ekki séð af hverju við ættum ekki að gera barist um sæti í Evrópukeppni,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner