Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 30. október 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: Morgunblaðið 
Gylfi vonast til að spila gegn Everton
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson fór meiddur af velli í sigri Swansea á Leicester um síðustu helgi og hann missti af leiknum gegn Liverpool í fyrrakvöld vegna meiðslanna.

Gylfi er meiddur á nára en hann heldur í vonina um að ná sé fyrir leik Swansea og Everton á laugardaginn.

„Það hef­ur komið í ljós að það hef­ur blætt inn á nár­ann og svo versnaði þetta í leikn­um á móti Leicester. Ég verð því að taka það ró­lega og er í meðferð,“ sagði Gylfi í Morgunblaðinu í dag.

Ísland mætir Tékklandi í undankeppni EM þann 16. nóvember en verður Gylfi fullfrískur fyrir þann leik?

„Ég vona það svo inni­lega. Mér líður bet­ur og ég held enn í von­ina um að geta spilað á móti Evert­on á laug­ar­dag­inn. Það er hins veg­ar ekki víst. Það ræðst af því hvort blóðið verður farið,“ sagði Gylfi við Morgunblaðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner