Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. október 2014 21:39
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Luca Toni skoraði jöfnunarmarkið gegn Lazio
Mynd: Getty Images
Verona 1 - 1 Lazio
0-1 Senad Lulic ('43)
1-1 Luca Toni ('68, víti)
Rautt spjald: Luis Pedro Cavanda, Lazio ('68)

Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Hellas Verona þegar liðið mætti Lazio í ítölsku efstu deildinni.

Senad Lulic kom Lazio yfir rétt fyrir leikhlé en Luis Pedro Cavanda, hægri bakvörður Lazio, fékk sitt annað gula spjald um miðjan síðari hálfleik þegar hann gerðist brotlegur innan eigin vítateigs.

Hinn 37 ára gamli Luca Toni tók að sjálfsögðu vítaspyrnuna og jafnaði leikinn. Heimamenn sóttu í kjölfarið en tókst ekki að stela sigrinum og lauk leiknum því með sanngjörnu jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner