Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 30. október 2014 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jorge Jesus ósáttur með FIFA: Ég ætti að vera tilnefndur
Jorge Jesus er ekki sáttur með að vera ekki á 10-manna lista FIFA yfir bestu þjálfarana.
Jorge Jesus er ekki sáttur með að vera ekki á 10-manna lista FIFA yfir bestu þjálfarana.
Mynd: Getty Images
Jorge Jesus, þjálfari Benfica í Portúgal, skilur ekkert í því að hann geti ekki hlotið nafnbótina besti þjálfari ársins hjá FIFA.

Jesus vann þrennuna í Portúgal með Benfica þar sem honum tókst að vinna deildina, bikar og deildabikar.

Jesus stýrði þá Benfica alla leið í úrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið tapaði úrslitaleiknum gegn Sevilla í vítaspyrnukeppni.

10 þjálfarar voru tilnefndir til verðlaunanna og er Jose Mourinho einn þeirra þrátt fyrir að hafa ekki unnið neinn titil á síðasta tímabili.

,,Sumir þjálfaranna komust ekki í úrslitaleiki evrópukeppna, sumir unnu ekki einu sinni deildirnar sínar," sagði Jesus.

Carlo Ancelotti (Real Madrid), Antonio Conte (Juventus), Pep Guardiola (FC Bayern), Jurgen Klinsmann (Bandaríska landsliðið), Joachim Low (Þýska landsliðið), Mourinho (Chelsea), Manuel Pellegrini (Manchester City), Alejandro Sabella (Argentínska landsliðið), Diego Simeone (Atletico Madrid) og Louis van Gaal (Hollenska landsliðið) eru tilnefndir til verðlaunanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner