Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. október 2014 14:23
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir.is 
KR skoðar möguleika á að fá Rasmus Christiansen
Rasmus Christiansen er fyrrum leikmaður ÍBV.
Rasmus Christiansen er fyrrum leikmaður ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann er einn af nokkrum sem við erum að skoða. Þetta mál er bara í athugun. Meira get ég ekki sagt um þetta á þessari stundu,“ sagði Bjarni Guðjónsson, nýráðinn þjálfari KR, þegar Vísir.is spurði út í áhuga á Rasmus Christiansen.

Danski miðvörðurinn hefur verið orðaður við KR en hann lék með ÍBV frá 2010-2012 og var einn besti varnarmaður Pepsi-deildarinnar.

Síðustu tvö ár hefur hann leikið með Ull/Kisa í norsku B-deildinni en hann fór í aðgerð eftir krossbandaslit í sumar. Hann hefur ekki útilokað það í viðtölum við fjölmiðla að snúa aftur í íslenska boltann.

Bjarni var kynntur sem þjálfari KR í vikunni en hann er ásamt aðstoðarmönnum sínum að fara yfir leikmannamálin þessa dagana.

Grétar Sigfinnur Sigurðarson er samningslaus en KR-ingar vonast til að halda honum innan sinna raða. „Mig grunar að Grétar sé að nálgast samkomulag og vonandi verður hann áfram með okkur," sagði Bjarni í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner