Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. október 2014 11:35
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Líkur á að Eyjólfur Héðinsson leggi skóna á hilluna
Eyjólfur hefur leikið 5 landsleiki.
Eyjólfur hefur leikið 5 landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Midtjylland, gæti lagt skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Þetta segir hann í samtali við Morgungblaðið en hann hefur verið að glíma við meiðslin í tvö ár.

„Ég er búinn að vera meiddur í náranum, með sömu einkenni allan þennan tíma. Ég er búinn að fara í tvær aðgerðir, hitta fullt af sérfræðingum; sjúkraþjálfurum og kírópraktorum, og það klóra sér bara allir í hausnum. Þess vegna er maður við það að gefa upp vonina en ég á rúmt ár eftir af samningnum við Midtjylland þannig að ég ætla að reyna áfram, að minnsta kosti fram á næsta ár," segir Eyjólfur.

Midtjylland er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar en Eyjólfur hefur ekkert getað tekið þátt í þeirri baráttu. Hann fékk fyrst ranga greiningu og fór í stóða mjaðmaaðgerð en komið hefur í ljós að meiðslin eru líklega í náranum.

„Ég kom hingað meiddur og hef í raun ekkert æft með liðinu þetta eina og hálfa ár sem ég hef verið hérna," segir Eyjólfur í viðtali sem lesa má í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins.
Athugasemdir
banner
banner