Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. október 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Aspas með þrennu í sigri Sevilla
Iago Aspas er á láni frá Liverpool
Iago Aspas er á láni frá Liverpool
Mynd: Getty Images
Sabadell 1 - 6 Sevilla
0-1 Thimothee Kolodziejczak ('29 )
0-2 Iago Aspas ('43 )
0-3 Iago Aspas ('60 )
0-4 Kevin Gameiro ('67, víti )
0-5 Jose Antonio Reyes ('71 )
1-5 Ernest Forgas ('75 )
1-6 Iago Aspas ('90, víti )

Iago Aspas, sem er á láni frá Sevilla frá Liverpool, gerði þrennu í gær er Sevilla fór illa með Sabadell í spænska konungsbikarnum en leiknum lauk með 1-6 sigri gestanna.

Thimothee Kolodziejczak kom Sevilla yfir eftir hálftíma leik áður en Aspas bætti við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks.

Aspas bætti við öðru marki um miðjan síðari hálfleik áður en Kevin Gameiro skoraði úr vítaspyrnu. Jose Antonio Reyes kom með fimmta markið áður en Ernest Forgas minnkaði muninn fyrir heimamenn.

Aspas fullkomnaði svo þrennu sína undir lok leiksins með marki úr vítaspyrnu en þetta var fjórða mark hans fyrir félagið í átta leikjum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner