Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. október 2014 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tan meðal fjárfesta í nýju MLS félagi - Los Angeles FC
Mynd: Getty Images
Vincent Tan, umdeildur eigandi Cardiff City, er meðal fjárfesta í Los Angeles FC sem bætist við MLS deildina þegar leikvangur félagsins verður tilbúinn árið 2017.

Henry Nguyen leiðir 22 manna lið fjárfesta sem inniheldur meðal annars Ruben Gnanalingam, sem á stóran hlut í QPR.

Los Angeles FC kemur í MLS deildina í stað Chivas USA sem þurfti að hætta starfsemi eftir erfiðan áratug.

,,Ég er að fjárfesta í nýju félagi í Los Angeles, peningurinn kemur úr mínum eigin vasa," sagði hinn 62 ára gamli Tan.

,,Ég hef trú á því að fjárfesting í MLS deildinni muni skila sér. Mér finnst gaman að fjárfesta í knattspyrnufélögum og hef trú á því að maður geti grætt pening þannig.

,,Ég byrjaði ekki á góðri fjárfestingu, ég var óheppinn, en það er mikið af gáfuðum eigendum sem græða mikið á hverju ári og ég skil þetta allt mun betur eftir smá reynslu.

,,Ég grínast með það að peningurinn sem ég er búinn að eyða í Cardiff virkar svolítið eins og skólagjöld til að læra á eigendabransann."

Athugasemdir
banner