fös 30. nóvember 2012 15:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Brendan Rodgers: Mjög heimskulegt ef Sterling semur ekki
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að það sé mjög heimskulegt hjá Raheem Sterling ef hann skrifar ekki undir nýjan samning við félagið.

Sterling má skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning þegar hann fagnar 18 ára afmæli sínu í næstu viku en leikmaðurinn hefur vakið athygli á þessu tímabili.

,,Hann hefur spilað fleiri leiki en honum hefði getað dreymt um á þessu tímabili, bæði í ensku úrvalsdeildinni og í Evrópudeildinni," sagði Rodgers.

,,Ef ég væri Raheem Sterling og umboðsmenn hans þá myndi ég reyna að semja mjög fljótlega. Þetta verður ekki stærsti samningur hans á ævinni. Sá samningur kemur þegar hann afrekar eitthvað."

,,Ef þú ert 17 ára og ert að spila reglulega þá er mjög heimskulegt að semja ekki mjög fljótlega. Ég er vongóður um að þetta leysist fljótlega."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner