mán 30. nóvember 2015 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Colback: Þetta var mjög vandræðalegt
Jack Colback
Jack Colback
Mynd: Getty Images
Jack Colback, miðjumaður Newcastle, hefur lýst 5-1 tapi Newcastle gegn Crystal Palace, sem vandræðalegu og efast hann um styrk karaktersins í liði sínu.

Eftir 5-1 tapið gegn Crystal Palace er Newcastle aðeins með tíu stig í næst neðsta sæti deildarinnar og Colback er ekki sáttur.

"Við vorum með leikplan sem virkaði fullkomlega fyrstu 15-20 mínúturnar. Við skoruðum mark og það sást að þeim var brugðið," sagði Colback við heimasíðu Newcastle.

"En við hleyptum þeim strax aftur inn í leikinn og svo gerði ég mistök í seinna markinu. Það sem gerðist eftir það er virkilega vandræðalegt."

"Kannski erum við ekki með nægilegan sterkan karakter. Það virðist eins og þegar hlutirnir ganga illa, þá ganga þeir virkilega illa. Við áttum þetta síðasta ár og líklega árið á undan því líka. Þetta er eitthvað sem hangir yfir liðinu og eitthvað sem við verðum að losa okkur við."

"Við vorum farnir að sýna batamerki, en leikurinn á móti Leicester og þessi leikur hafa sett okkur aftur á byrjunarreit."
Athugasemdir
banner
banner
banner