mán 30. nóvember 2015 16:31
Elvar Geir Magnússon
Diafra Sakho meiddur - Adebayor í West Ham?
Diafra Sakho meiddist í 1-1 jafntefli gegn West Bromwich Albion.
Diafra Sakho meiddist í 1-1 jafntefli gegn West Bromwich Albion.
Mynd: Getty Images
Diafra Sakho, sóknarmaður West Ham, gæti verið frá í tvo mánuði. Hamrarnir hafa farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni en leikmannahópur þeirra er farinn að þynnast vegna meiðsla.

Staðan er enn erfiðari fyrir Slaven Bilic og hans menn í ljósi þess að hann fær ekki pening til leikmannakaupa í janúar og er búinn með kvótann varðandi lánsmenn innan Englands með því að hafa fengið Carl Jenkinson og Victor Moses.

Ef Sakho verður frá í tvo mánuði missir hann meðal annars af leikjum gegn Manchester United, Liverpool og Manchester City.

West Ham er þegar án Dimitri Payet þar til í febrúar og Enner Valencia spilar ekki meira á þessu ári en þeir eru báðir að glíma við ökklameiðsli.

Talið er að Bilic gæti reynt að fá Emmanuel Adebayor sem er fáanlegur á frjálsri sölu. Adebayor fundaði með Bilic í sumar. Þessi 31 árs Tógó-maður er staddur í London þar sem hann íhuga framtíð sína.

West Ham byrjaði tímabilið frábærlega, vann Arsenal, Liverpool, Manchester City og Chelsea en er án sigurs í fjórum síðustu leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner