mán 30. nóvember 2015 19:35
Ívan Guðjón Baldursson
Fær að kenna á því fyrir að hafa efast um Vardy
Chat shit get banged.
Chat shit get banged.
Mynd: Getty Images
Það er fátt sem hefur fengið jafn mikla athygli og uppgangur Jamie Vardy í enska boltanum.

Leicester City keypti sóknarmanninn árið 2012 þegar liðið spilaði í Championship deildinni, þeirri næstefstu á Englandi.

Vardy kostaði Leicester eina milljón punda og kom frá utandeildarliði Fleetwood Town. Margir stuðningsmenn Leicester og knattspyrnuspekingar gagnrýndu kaupin á sínum tíma en hafa heldur betur fengið það í bakið núna eftir magnaðan árangur sóknarmannsins.

Einn tístari hefur fengið gagnrýni sína afar harkalega í bakið og segist ekki geta náð svefni án þess að slökkva á símanum.

„Leicester er búið að kaupa utandeildarsóknarmanninn Jamie Vardy fyrir 1m punda. Hvað er að verða um knattspyrnu. Jesús kristur!!" stendur í upprunalegri færslu Jack Nex frá því 18. maí 2012. Færslunni hefur verið deilt rúmlega 9 þúsund sinnum á Twitter.

„Það lítur út fyrir að Bretar séu ekki að fara að láta mig vera þannig ég þarf að slökkva á símanum mínum til að ná einhverjum svefni."









Athugasemdir
banner
banner
banner