Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 30. nóvember 2015 14:37
Magnús Már Einarsson
Heimild: 433.is 
Guðjón Orri í Stjörnuna (Staðfest)
Gaui Carragher grípur boltann.
Gaui Carragher grípur boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson hefur gengið til liðs við Stjörnuna en þetta kemur fram á 433.is.

Samningur Guðjóns Orra við uppeldisfélagið ÍBV rann út á dögunum og hann ákvað að róa á önnur mið.

Eins og Fótbolti.net greindi frá í síðustu viku þá hefur Guðjón Orri æft með Garðbæingum og hann hefur nú samið við Stjörnumenn.

Gunnar Nielsen fór frá Stjörnunni til FH á dögunum og Arnar Darri Pétursson er einnig á förum frá Stjörnunni.

Hinn tvítugi Sveinn Sigurður Jóhannesson og Guðjón Orri munu því berjast um markvarðarstöðuna í Garðabænum næsta sumar.

„Við erum að leita að rétta manninum í samkeppni við Svein. Það er mikilvægt fyrir hann að vera með góða samkeppni," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar við Fótbolta.net í síðustu viku áður en samningar voru í höfn við Guðjón Orra.

Guðjón Orri er fimmti leikmaðurinn sem kemur til Stjörnunnar í vetur en Garðbæingar hafa fengið Baldur Sigurðsson, Eyjólf Héðinsson, Grétar Sigfinn Sigurðarson og Hilmar Árna Halldórsson til liðs við sig undanfarnar vikur.
Athugasemdir
banner