Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. nóvember 2015 14:04
Magnús Már Einarsson
Messi, Ronaldo og Neymar tilnefndir sem bestir árið 2015
Ronaldo hefur unnið tvö ár í röð.
Ronaldo hefur unnið tvö ár í röð.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Neymar eru tilnefndir sem besti leikmaður í heimi árið 2015.

Tilkynnt verður í Zurich þann 11. janúar næstkomandi hver fær gullboltann eftirsótta.

Ronaldo hefur unnið þessi verlðaun undanfarin tvö ár en Messi vann fjórum sinnum í röð þar á undan.

Ronaldo og Messi hafa átta ár í röð verið á meðal þriggja efstu í kjörinu en þetta er í fyrsta skipti sem Neymar er á lista.

Carli Lloyd, Aya Miyama og Celia Sasic eru efstar í vali á leikmanni ársins 2015 í kvennaflokki.

Lloyd var fyrirliði Bandaríkjanan sem urðu heimsmeistarar í sumar eftir sigur á Miyama og félögum frá Japan.

Nadine Kebler var valin best í fyrra og Marta og Abby Wambach komu í næstu sætum en þær eru ekki á lista í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner