Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. nóvember 2015 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Rússland: Ragnar og félagar unnu - Evrópusæti innan seilingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Krasnodar 2 - 1 Rostov
1-0 Pavel Mamaev ('86, víti)
1-1 Sardar Azmoun ('89)
2-1 Wanderson ('93)
Rautt spjald: Denis Terentev, Rostov ('84)

Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn er Krasnodar lagði Rostov af velli í rússnesku deildinni.

Viðureignin var markalaus þar til á lokakaflanum þegar þrjú mörk og eitt rautt spjald litu dagsins ljós á síðustu tíu mínútunum.

Raggi og félagar eru í sjötta sæti eftir sigurinn en Rostov er í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan.

Aðeins tvö stig eru í Zenit sem er í fjórða sæti og síðasta Evrópudeildarsætinu, en annað sætið sem Rostov vermir gefur þátttökurétt í undankeppni Meistaradeildar.
Athugasemdir
banner
banner
banner