Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. nóvember 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Úrvalslið helgarinnar í enska - Vardy í liðinu
Maður augnabliksins - Jamie Vardy.
Maður augnabliksins - Jamie Vardy.
Mynd: Getty Images
14. umferðin í ensku úrvalsdeildinni fór fram um helgina en athygli vakti að fimm leikjum helgarinnar lyktaði með jafntefli.

Garth Crooks á BBC hefur valið úrvalslið helgarinnar. Jamie Vardy er umtalaðasti maður helgarinnar en hann er í liðinu eins og sjá má hér að neðan.


Costel Pantilimon hélt hreinu og hjálpaði Sunderland að leggja Stoke 2-0 á heimavelli. Liðsfélagi hans Patrick van Aanholt var einnig traustur í vinstri bakverðinum í þeim leik.

Adam Smith og Junior Stanislas hjálpuðu Bournemouth að ná ótrúlegu 3-3 jafntefli gegn Everton eftir að hafa verið 2-0 undir á 80. mínútu. Stanislas skoraði tvö mörk í endurkomunni og jafnaði á 98. mínútu.

Kurt Zouma hjálpaði Chelsea að halda hreinu gegn Tottenham á útivelli, Kevin de Bruyne var öflugur í sigri Manchester City á Southampton og Darren Fletcher var bestur hjá WBA í jafntefli gegn West Ham.

Yannick Bolasie fór á kostum í 5-1 sigri Crystal Palace á Newcastle og Mesut Özil skoraði mark Arsenal gegn Norwich á laglegan hátt.

Jamie Vardy er síðan í framlínunni eftir að hafa skorað í ellefta leiknum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Vardy skoraði gegn Manchester United en Chris Smalling átti góðan dag í vörn gestanna og var besti maður þeirra í leiknum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner