Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. nóvember 2015 21:16
Ívan Guðjón Baldursson
Zlatan: Vieira var skrímsli
Zlatan kom Svíum á EM þegar hann tætti dönsku vörnina í sundur með þremur mörkum í tveimur leikjum.
Zlatan kom Svíum á EM þegar hann tætti dönsku vörnina í sundur með þremur mörkum í tveimur leikjum.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic hefur verið orðaður við ensku deildina síðustu vikur og er Arsenal talið líklegast að næla sér í sóknarmanninn, sem er eftirsóttur þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gamall.

Zlatan á rúmlega sex mánuði eftir af samningi sínum við PSG sem er langefst í frönsku deildinni og leggur aðaláherslu á Meistaradeildina.

Zlatan segir Patrick Vieira, sem var fyrirliði hjá Arsenal, vera einn besta samherja sinn en þeir léku saman hjá Inter og unnu ítölsku deildina saman þrjú ár í röð.

„Vieira er einn af bestu leikmönnum sem ég hef spilað með," sagði Zlatan við CNN.

„Þessi náungi var skrímsli þegar ég spilaði með honum og hann kenndi mér margt jafnt innan sem utan vallar."

Vieira var nýlega ráðinn þjálfari hjá New York City FC, sem er annað félag sem Zlatan hefur verið orðaður við.

Zlatan hefur unnið titla með öllum liðum sem hann hefur spilað fyrir, en hefur ekki enn tekist að vinna Meistaradeildina.
Athugasemdir
banner
banner