Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 31. janúar 2015 16:32
Arnar Geir Halldórsson
Byrjunarlið Chelsea og Man City: Remy byrjar
Stórt tækifæri fyrir Remy í dag
Stórt tækifæri fyrir Remy í dag
Mynd: Chelsea
Síðasti leikur dagsins í enska boltanum er í hæsta klassa en tvö bestu lið deildarinnar mætast á Stamford Bridge eftir tæpan klukkutíma.

Chelsea getur tekið afgerandi forskot á toppi deildarinnar en City þarf nauðsynlega á sigri að halda til að halda í við Mourinho og félaga.

Það eru stór skörð höggvin í bæði lið en Yaya Toure er fjarverandi sökum landsliðsverkefnis og þá er aðalmarkaskorari Chelsea, Diego Costa, í leikbanni. Cesc Fabregas er meiddur og er ekki í leikmannahópi Chelsea en Gary Cahill vermir varamannabekkinn.

Byrjunarlið Chelsea:Courtois; Ivanovic, Zouma, Terry (c), Azpilicueta; Ramires, Matic; Willian, Oscar, Hazard; Remy.

Byrjunarlið Man City:Hart, Sagna, Kompany (C), Demichelis, Clichy, Navas, Fernando, Fernandinho, Milner, Silva, Aguero
Athugasemdir
banner
banner
banner