Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 31. janúar 2015 14:37
Arnar Geir Halldórsson
England: Fyrsti sigur John Carver í höfn
Carver kominn á sigurbraut
Carver kominn á sigurbraut
Mynd: Getty Images
Hull City 0 - 3 Newcastle
0-1 Remy Cabella ('40 )
0-2 Sammy Ameobi ('50 )
0-3 Yoan Gouffran ('78 )

Hull fékk Newcastle í heimsókn í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. Bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda eftir hörmulegt gengi upp á síðkastið.

Remy Cabella kom gestunum yfir með skoti utan teigs eftir mistök Andy Robertson. Ahmed El Mohamady virtist hafa jafnað metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks en markið var réttilega dæmt af þar sem El Mohamady sló boltann inn.

Sammy Ameobi tvöfaldaði forystuna fyrir Newcastle á 50.mínútu og það var svo Yoann Gouffran sem gerði endanlega út um vonir heimamanna á 78.mínútu.

Þetta var fyrsti sigur Newcastle undir stjórn John Carver en Steve Bruce og liðsmenn hans eru í bullandi vandræðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner